Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar Benedikt Bóas skrifar 9. maí 2018 06:00 Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskólann. Kristinn Ingvarsson Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira