Skaðabótamáli konu vegna afleiðinga nauðgunar vísað frá dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Meint nauðgun er sögð hafa orðið á Ísafirði. Vísir/pjetur Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Sjá meira
Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00