Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Andri Ólafsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. vísir/eyþór Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00