Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Andri Ólafsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. vísir/eyþór Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00