Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Andri Ólafsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. vísir/eyþór Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Kona sem hefur stefnt tveimur karlmönnum til greiðslu bóta vegna nauðgunar sem hún varð fyrir af þeirra hálfu segir að eitt það erfiðasta við allt málið sé sú langa bið sem við tók eftir að hún kærði. Konan var aðeins tvítug þegar hún kærði nauðgunina til lögreglu og segir að hún hafi upplifað aðstæður eins og hún væri ein og yfirgefin. Konan, sem verður ekki nafngreind hér, ræddi málið við Fréttablaðið í vikunni en blaðið hefur fjallað um hvernig mikill dráttur á rannsókn málsins leiddi meðal annars til þess að mikilvægum gögnum, meðal annars úr læknisskoðun skömmu eftir nauðgunina, var fargað. Ríkissaksóknari bað lögregluna á Ísafirði oftar en einu sinni að rannsaka málið betur en það var á endanum fellt niður. Konan sem kærði sætti sig ekki við þetta og hefur nú stefnt mönnunum tveimur í einkamáli. Það er leið sem ekki er farin oft en í stefnu frá konunni segir meðal annars orðrétt: „Slæleg vinnubrögð lögreglu og vangeta réttarkerfis til þess að taka á kynferðisbrotamálum getur ekki og má ekki vera túlkuð stefnanda í óhag né heldur má leggja á herðar hennar að bera tjón sitt sjálf af þeim sökum.“Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Í samtali við Fréttablaðið segir konan að ýmislegt í réttarkerfinu sé óhagstætt konum í hennar sporum. „Mér finnst þurfa meiri stuðning við fórnarlömb, ég vissi ekkert hver næstu skref væru, mér var ekkert sagt það, þannig að ég þurfti að leita mér sjálf hjálpar þegar ég kom heim af spítalanum,“ segir hún og bætir við að það hafi verið upplifun hennar að hún væri ein í öllu ferlinu. „Það er mikilvægt að það sé haldið vel utan um fórnarlömb og þau látin vita að þau eigi rétt á því að segja frá. Því það er ekkert þægilegt að vera að tala um þetta og þegar maður gerir það vill maður fá stuðning.“ Hvað finnst þér um þetta verklag? „Fyrst var ég rosalega sár, en með tímanum verður maður reiður. Þetta er bara búið að vera ógeðslega erfitt. Og eitt sem gerir þetta erfitt er að bíða svona lengi án þess að fá svör um hvað verður, af því að maður veit í rauninni ekkert hvað verður úr þessu, biðin er eiginlega verst. Og hún er svo löng.“ Finnst þér þetta verklag gefa til kynna að málið hafi verið tekið nægjanlega alvarlega? „Já og nei, það voru alveg nokkrir aðilar sem stóðu alveg á bak við mig, en svo er líka alveg svaka mótspyrna. Mér fannst til dæmis eins og það væri verið að setja ábyrgðina á að svona hefði farið á mínar hendur, að vegna þess að ég kærði svona seint þá hefði þetta allt farið svona og það hafi verið ástæðan fyrir því að málið var fellt niður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá týndust þarna gögn og lögreglan var óþarflega lengi að koma sér af stað í rannsókninni.“Af hverju heldur þú að hún hafi verið svona lengi? „Ég bara veit það ekki. Þetta er náttúrulega lögreglan á Ísafirði, og ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað brjálað að gera hjá þeim. Þetta var einhvern veginn alltaf eitt skref áfram og þrjú aftur á bak. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt að standa bara fast á sínu og vera ekkert að bakka með það. Ég veit að það getur verið stundum alveg brjálæðislega erfitt en maður þarf bara að vera eigin hetja og segja: ég ætla ekki að gefast upp, því að svona á ekki að viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent