Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir VR safna sögum af því óréttlæti sem skjólstæðingar leigufélaganna segjast finna fyrir. „Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“ Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
„Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira