Erlent

Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Embættismenn í Suður-Kóreu gengu í dag úr skugga um að beina línan virkaði
Embættismenn í Suður-Kóreu gengu í dag úr skugga um að beina línan virkaði VISIR/EPA
Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara.

Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. Þeir Kim Jong-un og Moon Jae-in munu hittast í persónu síðar í þessum mánuði en það verður fyrsta leiðtogaráðstefna Kóreuskagans í meira en áratug. Tæknilega ríkir enn stríðsástand á milli Norður- og Suður-Kóreu þar sem Kóreustríðinu lauk aldrei formlega þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi árið 1953.

Helsta tilefni ráðstefnunnar er að koma á varanlegu friðarsamkomulagi. Gert er ráð fyrir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, þingi með Donald Trump Bandaríkjaforseta í júní. Það verður í fyrsta sinn í sögunni sem leiðtogar ríkjanna hittast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×