Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. apríl 2018 20:00 Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum. Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. sem að uppbyggingunni stendur, segir að markhópurinn sé skýr. „Í þessari byggingu eru það klárlega fyrstu kaupendur. Þetta er eina húsið í hverfinu sem er ekki með bílageymslu, heldur bara stæðum fyrir utan,“ segir Brynjar. Algengt verð á 60 fermetra íbúðum í húsinu er um og yfir 40 milljónir króna.Þetta er ekki ókeypis.„Neinei, það hefur aldrei verið ókeypis að kaupa íbúðir á Íslandi og ég held að svo verði ekki í framtíðinni. Þetta er mjög vandað, við leggjum mikið í hönnun og bygginguna alla,“ segir Brynjar.Mannlíf eða flugvöllur? Segja má að svæðið sé rammað inn af íþróttasvæðinu við Hlíðarenda, Hringbraut og auðvitað Reykjavíkurflugvelli. En á Brynjar von á að byggðin gæti teygt sig þangað í framtíðinni? „Það kæmi mér ekkert á óvart þegar þessi uppbygging kemur, að þetta fari jafnvel að snúast í þá átt að menn vilji sjá hér meiri byggð. Meira mannlíf og meiri byggð fólks heldur en flugvöll sem tekur í dag 120 hektara í miðborg Reykjavíkur.“ Hann bendir þó á að hverfið sé þegar vel tengt miðborg og Hlíðum með undirgöngum og brúm auk þess sem verslun og þjónusta verði innan hverfis. Nokkur vegalengd er þó í næstu skóla, Austurbæjar- og Hlíðaskóla en ekki liggur endanlega fyrir hvernig leikskólamálum verður háttað. „Vonandi leysum við það bara hérna innan Hlíðarendareits og höfum alla möguleika á. Uppbyggingin er hafin og ég hugsa að Hlíðarendareitur verði orðinn uppbyggður innan fjögurra ára,“ segir Brynjar að lokum.
Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira