Stefnir í prestaskort Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Séra Kristján segir töluvert mikið vinnuálag á mörgum prestum. Vísir/ernir „Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira