Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 11:05 Michiel Kuyp, til vinstri, er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26