Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 11:05 Michiel Kuyp, til vinstri, er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26