Vilja lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og hafa leikskóla opna yfir sumartímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 15:05 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni og kynnti stefnumál hans í dag ásamt Pawel Bartoszek í dag. viðreisn Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00
Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00
Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45