Vilja lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og hafa leikskóla opna yfir sumartímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 15:05 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni og kynnti stefnumál hans í dag ásamt Pawel Bartoszek í dag. viðreisn Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00
Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00
Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45