NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Vísir/GVA Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“ Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“
Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00