Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 14:17 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. Vísir/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira