Endurgreiði 360 þúsund vegna áfanga í ensku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Á skólabekk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/eyþór Karlmanni hefur verið gert að endurgreiða rúmlega 360 þúsund krónur þar sem hann þáði atvinnuleysisbætur samhliða fjarnámi í einum áfanga í framhaldsskóla. Að auki verður hann að greiða 15 prósenta álag á upphæðina. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). Maðurinn lauk háskólanámi í fyrravor og fékk sumarstarf. Að því loknu sótti hann um atvinnuleysisbætur og fékk. Þá skráði hann sig fjarnám í ensku við framhaldsskóla síðustu haustönn. Í nóvember barst honum bréf frá Vinnumálastofnun þar sem fram kom að til stæði að fella niður bótarétt hans og krefja hann um endurgreiðslu ofgreiddra bóta. Ástæðan var umræddur enskuáfangi. Maðurinn skaut niðurstöðunni til ÚRV og taldi námið það lítið að það ætti ekki að hafa áhrif á bótaréttinn. Nefndin benti á móti á að í lögum sé heimilt að taka áfanga í háskóla, allt að 10 ETCS einingum, án þess að bótaréttur skerðist. Slíka heimild sé hins vegar ekki að finna fyrir framhaldsskóla. Þrátt fyrir að um aðeins einn áfanga hafi verið að ræða stundi hann nám í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar. Því hafi verið rétt að fella bæturnar niður og að krefja hann um endurgreiðslu á ofgreiddum bótum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að endurgreiða rúmlega 360 þúsund krónur þar sem hann þáði atvinnuleysisbætur samhliða fjarnámi í einum áfanga í framhaldsskóla. Að auki verður hann að greiða 15 prósenta álag á upphæðina. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). Maðurinn lauk háskólanámi í fyrravor og fékk sumarstarf. Að því loknu sótti hann um atvinnuleysisbætur og fékk. Þá skráði hann sig fjarnám í ensku við framhaldsskóla síðustu haustönn. Í nóvember barst honum bréf frá Vinnumálastofnun þar sem fram kom að til stæði að fella niður bótarétt hans og krefja hann um endurgreiðslu ofgreiddra bóta. Ástæðan var umræddur enskuáfangi. Maðurinn skaut niðurstöðunni til ÚRV og taldi námið það lítið að það ætti ekki að hafa áhrif á bótaréttinn. Nefndin benti á móti á að í lögum sé heimilt að taka áfanga í háskóla, allt að 10 ETCS einingum, án þess að bótaréttur skerðist. Slíka heimild sé hins vegar ekki að finna fyrir framhaldsskóla. Þrátt fyrir að um aðeins einn áfanga hafi verið að ræða stundi hann nám í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar. Því hafi verið rétt að fella bæturnar niður og að krefja hann um endurgreiðslu á ofgreiddum bótum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira