Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:48 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15