Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. apríl 2018 20:00 Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira