Innlent

Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan hefur nú enn eina kæruna á hendur starfsmanni barnaverndar til rannsóknar.
Lögreglan hefur nú enn eina kæruna á hendur starfsmanni barnaverndar til rannsóknar. vísir/gva

Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum.

Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttur, yfirmaður ákærusviðs lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæran barst lögreglu um það leyti sem rannsókn lauk og mál hans var sent ákærusviði. Kæran sem barst nú verður því ekki hluti af þeirri ákæru sem gefin var út í dag en alls hafa borist níu kærur borist lögreglu vegna mannsins.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og var varðhald yfir honum framlengt í dag um fjórar vikur. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins.

Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá.

„Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins.

„Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“

Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.