Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. apríl 2018 12:28 Eyþór kynnti sex kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á fundi í Iðnó. Hákon Broder Lund „Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann kynnti kosningaloforð flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Iðnó við Vonarstræti klukkan 11 í morgun. Kosningaloforðin voru alls sjö talsins og af þeim má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslur í samgöngumál, eldri borgara, daggæslu-og leikskólamál, uppbyggingu í borginni. Í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar 2, sagði Eyþór að til stæði að spara í stjórnkerfinu og skila fjármagninu í þjónustu eins og leikskólana. Eitt kosningaloforðið lýtur að því að borgarar eldri en 70 ára borgi ekki fasteignaskatt. Spurður að hvað það muni koma til með að kosta segir Eyþór að um sé að ræða hundruð milljóna.Hildur Björnsdóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Hákon Broder Lund„Auðvitað er það breytilegt eftir ári hvernig tekjurnar eru en þetta er tæki til þess að hjálpa eldri borgurum að lifa heima hjá sér, þeir sem geta og vilja, líka það að það hafa verið miklar skerðingar og álögur á eldri borgara, fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 50% á kjörtímabilinu og við erum einfaldlega að koma til móts við íbúana, leiðrétta þeirra kjör og gera þeim betur kleift að búa í Reykjavík.“ Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjármagna kosningaloforðin með því að hagræða í stjórnkerfinu. Til standi að fækka stjórnendum hjá Reykjavíkurborg.Lofar að 2000 íbúðir rísi á ári Sjálfstæðisflokkurinn lofar að 2000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári. Í kynningunni talaði Eyþór um uppsafnaðan vanda sem yrði að leysa til að koma jafnvægi á húsnæðismarkað. Með það markmið fyrir augum vill Sjálfstæðisflokkurinn tryggja nægt lóðaframboð fyrir fjölbýli og sérbýli, ná fram hagkvæmari lausnum fyrir fyrstu kaup, leyfa byggð í Örfirisey og við Keldur. Þá segir Eyþór að mikilvægt sé að klára uppbyggingu í Úlfarsárdal.Lofar að stytta ferðatímann til og frá vinnu um 20% Flokkurinn boðar stórátak í samgöngumálum. „Við erum ekki Los Angeles, við erum Reykjavík,“ segir Eyþór sem segir að það sé ekki eðlilegt að hversu þung umferðins er á stundum. Hann segir að tafatíminn sé liður í lengingu vinnuvikunnar á tímum þar sem allt kapp sé lagt á að stytta hana. Eyþór vill bæta Strætó með því að fjölga ferðum, bæta leiðakerfið og að koma upp betri skýlum. Hann segir að það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir alla borgarbúa að létta á umferðinni.Það var fjölmennt á fundi Sjálfstæðisflokksins í Iðnó í morgun.Hákon Broder LundLofar að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur Sjálfstæðisflokkurinn hyggst forgangsraða í þágu yngstu barnanna og leysa þann „fjölskylduvanda“, eins og Eyþór orðar það, sem hefur verið til staðar í Reykjavík. „Árið er 2018, ekki 1979,“ segir Eyþór þegar hann fjallar um manneklu og biðlista fyrir börn. Flokkurinn vill fjölga dagforeldrum með því að bjóða aðstöðu og hækka niðurgreiðslu frá borginni. Þá vill hann hækka lægstu laun leikskólakennara. Eyþór segir að þetta sé algjört forgangsmál. Lofar að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörkAð gamlárskvöldi undanskildu vill Sjálfstæðisflokkurinn lofa því að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór segir að komið verði í veg fyrir það með því að styðja við rafbílavæðingu og tíðari þrifum í borginni. Þá vill hann auðvelda flokkun og endurvinnslu. „Reykjavík getur verið grænasta borg í Evrópu“.Lofar að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara 70 ára og eldri„Þið eruð búin að borga nóg,“ segir Eyþór um eldri borgara og uppskar mikið lófaklapp úr sal. Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja við eldri borgara með því að bæði fella niður fasteignaskatt á eldri borgara sem eru 70 ára og eldri og styðja við þá sem geta og vilja búa heima hjá sér með því að efla heimaþjónustu.Lofar að stytta afgreiðslutíma í kerfinu um helmingEyþór segir að kerfið sé allt of óskilvirkt og gamladags. Sjálfstæðisflokkurinn vill stytta boðleiðir, einfalda stjórnkerfið, nota nútímatækni og innleiða sjálfsafgreiðslu. „Með því að fara í þessi sex atriði þá munum við koma Reykjavík aftur í það að vera í forystu,“ segir Eyþór þegar hann hafði lokið kynningu á kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan er hægt að horfa á kynninguna í heild sinni: Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann kynnti kosningaloforð flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Iðnó við Vonarstræti klukkan 11 í morgun. Kosningaloforðin voru alls sjö talsins og af þeim má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslur í samgöngumál, eldri borgara, daggæslu-og leikskólamál, uppbyggingu í borginni. Í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar 2, sagði Eyþór að til stæði að spara í stjórnkerfinu og skila fjármagninu í þjónustu eins og leikskólana. Eitt kosningaloforðið lýtur að því að borgarar eldri en 70 ára borgi ekki fasteignaskatt. Spurður að hvað það muni koma til með að kosta segir Eyþór að um sé að ræða hundruð milljóna.Hildur Björnsdóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Hákon Broder Lund„Auðvitað er það breytilegt eftir ári hvernig tekjurnar eru en þetta er tæki til þess að hjálpa eldri borgurum að lifa heima hjá sér, þeir sem geta og vilja, líka það að það hafa verið miklar skerðingar og álögur á eldri borgara, fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 50% á kjörtímabilinu og við erum einfaldlega að koma til móts við íbúana, leiðrétta þeirra kjör og gera þeim betur kleift að búa í Reykjavík.“ Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjármagna kosningaloforðin með því að hagræða í stjórnkerfinu. Til standi að fækka stjórnendum hjá Reykjavíkurborg.Lofar að 2000 íbúðir rísi á ári Sjálfstæðisflokkurinn lofar að 2000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári. Í kynningunni talaði Eyþór um uppsafnaðan vanda sem yrði að leysa til að koma jafnvægi á húsnæðismarkað. Með það markmið fyrir augum vill Sjálfstæðisflokkurinn tryggja nægt lóðaframboð fyrir fjölbýli og sérbýli, ná fram hagkvæmari lausnum fyrir fyrstu kaup, leyfa byggð í Örfirisey og við Keldur. Þá segir Eyþór að mikilvægt sé að klára uppbyggingu í Úlfarsárdal.Lofar að stytta ferðatímann til og frá vinnu um 20% Flokkurinn boðar stórátak í samgöngumálum. „Við erum ekki Los Angeles, við erum Reykjavík,“ segir Eyþór sem segir að það sé ekki eðlilegt að hversu þung umferðins er á stundum. Hann segir að tafatíminn sé liður í lengingu vinnuvikunnar á tímum þar sem allt kapp sé lagt á að stytta hana. Eyþór vill bæta Strætó með því að fjölga ferðum, bæta leiðakerfið og að koma upp betri skýlum. Hann segir að það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir alla borgarbúa að létta á umferðinni.Það var fjölmennt á fundi Sjálfstæðisflokksins í Iðnó í morgun.Hákon Broder LundLofar að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur Sjálfstæðisflokkurinn hyggst forgangsraða í þágu yngstu barnanna og leysa þann „fjölskylduvanda“, eins og Eyþór orðar það, sem hefur verið til staðar í Reykjavík. „Árið er 2018, ekki 1979,“ segir Eyþór þegar hann fjallar um manneklu og biðlista fyrir börn. Flokkurinn vill fjölga dagforeldrum með því að bjóða aðstöðu og hækka niðurgreiðslu frá borginni. Þá vill hann hækka lægstu laun leikskólakennara. Eyþór segir að þetta sé algjört forgangsmál. Lofar að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörkAð gamlárskvöldi undanskildu vill Sjálfstæðisflokkurinn lofa því að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór segir að komið verði í veg fyrir það með því að styðja við rafbílavæðingu og tíðari þrifum í borginni. Þá vill hann auðvelda flokkun og endurvinnslu. „Reykjavík getur verið grænasta borg í Evrópu“.Lofar að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara 70 ára og eldri„Þið eruð búin að borga nóg,“ segir Eyþór um eldri borgara og uppskar mikið lófaklapp úr sal. Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja við eldri borgara með því að bæði fella niður fasteignaskatt á eldri borgara sem eru 70 ára og eldri og styðja við þá sem geta og vilja búa heima hjá sér með því að efla heimaþjónustu.Lofar að stytta afgreiðslutíma í kerfinu um helmingEyþór segir að kerfið sé allt of óskilvirkt og gamladags. Sjálfstæðisflokkurinn vill stytta boðleiðir, einfalda stjórnkerfið, nota nútímatækni og innleiða sjálfsafgreiðslu. „Með því að fara í þessi sex atriði þá munum við koma Reykjavík aftur í það að vera í forystu,“ segir Eyþór þegar hann hafði lokið kynningu á kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan er hægt að horfa á kynninguna í heild sinni:
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30