Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 12:54 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru gestir þáttarins Sprengisands í dag. Vísir/Stefán/Eyþór/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld. Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld.
Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57