Gagnrýnir umhverfissinna sem vilja ráða landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2018 20:00 Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga. Umhverfismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga.
Umhverfismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira