Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:49 Myndirnar sem Helga Sigrún tók á klósettinu fyrir fatlaða á Hverfisbarnum um helgina. mynd/helga sigrún Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. Það sé þó auðvitað óboðlegt að staðan sé þannig. Gunnar notast við hjólastól og segist ekki láta fötlunina stöðva sig í að fara út að skemmta sér. Aðgengismál fyrir fatlaða megi hins vegar vera betri á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði, er vinkona Gunnars og var með honum í bænum umrætt kvöld. Hún setti inn færslu á Twitter þar sem hún benti á að fólk sem notast við hjólastól fari líka á djammið og þurfi líka að fara á klósettið. „Takið þetta til ykkar sem vinnið á skemmtistöðum. Fatlaðra klósett er ekki geymsla,“ segir Helga í færslunni á Twitter. Hún nafngreindi ekki staðinn fyrst en eftir að hafa sent Hverfisbarnum skilaboð á Facebook með ábendingum um fatlaðra klósettið og fengið svör sem hún var ekki sátt við ákvað hún að segja frá því á Twitter um hvaða stæð væri að ræða. Birti hún þá einnig myndir af dótinu sem var inni á klósettinu og sagði frá því að hún og Gunnar hefðu þurft að bíða í allt að 10 mínútur eftir starfsmanni til að rýma herbergið.Þau pirruðu mig þannig her eru myndirnar. Þetta er aðstaðan sem bauðst eftir allavega 7-10 minutna bið eftir starfsmönnum til að rýma klósettið. Y’ALL. pic.twitter.com/cSml72oNne — H. Sig (@heilooog) April 3, 2018 Sá sem svaraði Helgu fyrir hönd Hverfisbarsins á Facebook sagði að ef hún gæti bent þeim á auka geymslurými þá myndu þeir þiggja það með þökkum. Annars yrði að nýta það pláss sem væri í húsinu. Það eigi að vera hægt að færa þá hluti sem þarna eru á einni til tveimur mínútum og því eigi þetta ekki að vera vandamál fyrir þá sem þurfa að komast á fatlaðra klósettið.Vildi ekki gera neitt úr málinu „Þegar Helga tók þessar myndir þá eiginlega bannaði ég henni það því ég vildi ekki gera neitt úr þessu en svo eins og hún segir, þá á að gera eitthvað úr þessu því þetta er náttúrulega ekki boðlegt. Við komum þarna inn og þá er klósettið fullt af stólum. Það þarf því að rýma klósettið og ég komst að klósettinu en svo var stóll að detta á mig sem var raðað við hliðina á mér og síðan komst ég ekki að vaskinum til að þvo mér um hendurnar. Það var í rauninni bara rýmd leiðin að klósettinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann segist síðan ekki alveg skilja svarið sem Hverfisbarinn sendi Helgu þar sem þarna hafi verið klósett áður og því væntanlega einhvers staðar geymslurými áður en fatlaðra klósettinu var breytt í geymslu. Gunnar segir það ekki einsdæmi að fatlaðra klósett séu notuð sem geymsla. Þannig hafi hann lent í svipuðu atviki á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi. Þar hafi ástandið reyndar verið verra þar sem herbergið hafi verið svo troðfullt af dóti að ekki hafi verið hægt að rýma það. Gunnar tekur það fram að hann hafi ekkert út á dyraverðina og starfsmennina á Hverfisbarnum að setja; þeir séu allir alltaf mjög almennilegir við hann. Þá sé Hverfisbarinn einn af fáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hann kemst án þess að þurfa að fá aðstoð. Gunnar segir jafnframt að almennt séu dyraverðir á skemmtistöðum mjög vingjarnlegir og hjálplegir við hann þegar hann fari út að skemmta sér. Tengdar fréttir Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30 Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. Það sé þó auðvitað óboðlegt að staðan sé þannig. Gunnar notast við hjólastól og segist ekki láta fötlunina stöðva sig í að fara út að skemmta sér. Aðgengismál fyrir fatlaða megi hins vegar vera betri á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði, er vinkona Gunnars og var með honum í bænum umrætt kvöld. Hún setti inn færslu á Twitter þar sem hún benti á að fólk sem notast við hjólastól fari líka á djammið og þurfi líka að fara á klósettið. „Takið þetta til ykkar sem vinnið á skemmtistöðum. Fatlaðra klósett er ekki geymsla,“ segir Helga í færslunni á Twitter. Hún nafngreindi ekki staðinn fyrst en eftir að hafa sent Hverfisbarnum skilaboð á Facebook með ábendingum um fatlaðra klósettið og fengið svör sem hún var ekki sátt við ákvað hún að segja frá því á Twitter um hvaða stæð væri að ræða. Birti hún þá einnig myndir af dótinu sem var inni á klósettinu og sagði frá því að hún og Gunnar hefðu þurft að bíða í allt að 10 mínútur eftir starfsmanni til að rýma herbergið.Þau pirruðu mig þannig her eru myndirnar. Þetta er aðstaðan sem bauðst eftir allavega 7-10 minutna bið eftir starfsmönnum til að rýma klósettið. Y’ALL. pic.twitter.com/cSml72oNne — H. Sig (@heilooog) April 3, 2018 Sá sem svaraði Helgu fyrir hönd Hverfisbarsins á Facebook sagði að ef hún gæti bent þeim á auka geymslurými þá myndu þeir þiggja það með þökkum. Annars yrði að nýta það pláss sem væri í húsinu. Það eigi að vera hægt að færa þá hluti sem þarna eru á einni til tveimur mínútum og því eigi þetta ekki að vera vandamál fyrir þá sem þurfa að komast á fatlaðra klósettið.Vildi ekki gera neitt úr málinu „Þegar Helga tók þessar myndir þá eiginlega bannaði ég henni það því ég vildi ekki gera neitt úr þessu en svo eins og hún segir, þá á að gera eitthvað úr þessu því þetta er náttúrulega ekki boðlegt. Við komum þarna inn og þá er klósettið fullt af stólum. Það þarf því að rýma klósettið og ég komst að klósettinu en svo var stóll að detta á mig sem var raðað við hliðina á mér og síðan komst ég ekki að vaskinum til að þvo mér um hendurnar. Það var í rauninni bara rýmd leiðin að klósettinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann segist síðan ekki alveg skilja svarið sem Hverfisbarinn sendi Helgu þar sem þarna hafi verið klósett áður og því væntanlega einhvers staðar geymslurými áður en fatlaðra klósettinu var breytt í geymslu. Gunnar segir það ekki einsdæmi að fatlaðra klósett séu notuð sem geymsla. Þannig hafi hann lent í svipuðu atviki á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi. Þar hafi ástandið reyndar verið verra þar sem herbergið hafi verið svo troðfullt af dóti að ekki hafi verið hægt að rýma það. Gunnar tekur það fram að hann hafi ekkert út á dyraverðina og starfsmennina á Hverfisbarnum að setja; þeir séu allir alltaf mjög almennilegir við hann. Þá sé Hverfisbarinn einn af fáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hann kemst án þess að þurfa að fá aðstoð. Gunnar segir jafnframt að almennt séu dyraverðir á skemmtistöðum mjög vingjarnlegir og hjálplegir við hann þegar hann fari út að skemmta sér.
Tengdar fréttir Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30 Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30
Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00