Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2018 18:48 Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“ Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“
Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30