Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:30 Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira