Innlent

Kvennaframboð býður fram í borginni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kvenna­fram­boð er ávöxtur upp­bygg­ing­ar­vinnu sem farið hefur fram í kjöl­far bar­áttufundar kvenna á Hótel Sögu í októ­ber síð­ast­liðn­um.
Kvenna­fram­boð er ávöxtur upp­bygg­ing­ar­vinnu sem farið hefur fram í kjöl­far bar­áttufundar kvenna á Hótel Sögu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Vísir/GVA
Breiðfylking kvenna hittist í dag og ákvað að bjóða fram í borginni í vor. Markmið framboðsins er að setja femínísk málefni á oddinn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboðinu sem birt var á Kjarnanum.

Þar segir að framboðið sé innblásið af #metoo og þeim miklu samfélagslegu áhrifum sem það hefur haft. „Inn­blásnar af kraft­miklum hreyf­ingum eins og #MeToo, #karl­mennskan, hrær­ingum í stétt­ar­bar­átt­unni og eigin reynslu­heimi ætlum við að bjóða fram afl sem boðar aðgerðir í mál­efnum sem tryggja öryggi, aðgengi og áhrif alls­konar kvenna og jað­ar­settra hópa í sam­fé­lag­in­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Í tilkynningunni segir að Kvenna­fram­boð sé ávöxtur upp­bygg­ing­ar­vinnu sem farið hefur fram í kjöl­far bar­áttufundar kvenna á Hótel Sögu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Á fund­inum hitt­ist stór hópur kvenna í „rétt­látri reiði yfir því bakslagi sem varð í jafn­rétti eftir Alþing­is­kosn­ing­arnar í októ­ber síð­ast­liðn­um“ segir í til­kynn­ing­u. 

Laug­ar­dag­inn 14. apríl verður boðað til fram­halds­stofn­fundar þar sem konur með áhuga á þátt­töku í sveit­ar­stjórn­ar­málum eru hvattar til að mæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×