Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2018 19:45 Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakanna á þessu ári. Þá er óljóst um húsnæðismál en Hugarafl starfar í húsnæði Geðheilsumiðstöðvarinnar sem ákveðið hefur verið að leggja niður. Unghugar er hópur ungs fólks innan Hugarafls og kynnti hópurinn starfsemina í Hinu húsinu í dag ásamt nemendum í viðburða- og verkefnastjórnun í Háskóla íslands. Formaður hópsins hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Ég trúi ekki öðru en að þetta sé skilningsleysi á hversu mikilvæg þessi starfsemi er. Við erum að skila fólki aftur á vinnumarkað, aftur í skóla. Þetta er sá staður á landinu þar sem er verið að koma í veg fyrir varanlega örorku og margt marg fleira. Mér finnst mjög skrýtið að þetta sé að gerast,“ segir Fanney Björk Ingólfsdóttir, formaður Unghuga. Ungur maður sem nýtti sér þjónustu Hugarafls segir stöðuna grafalvarlega. „Mér finnst þetta skelfilegt af mörgum ástæðum en kannski einna helst af því að þetta er að svo miklu leyti einstakt,“ segir Magnús Friðrik Guðrúnarson, einn af Unghugunum. Magnús þakkar starfseminni í Hugarafli að mestu leiti fyrir að hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk draumastarfið í kjölfarið. „Það tók mig níu ár og sex skóla að klára loksins sem ég gerði í fyrra mikið þökk sé Hugaraflim verð ég að segja. Það var staður sem ég gat komið til að læra, staður sem ég gat haft annað að gera en að fara bara heim í tölvuna,“ segir Magnús. Unghugar boða til aðgerða vegna málsins á næstunni en á þriðjudaginn ætlar hópurinn að vera með þögul mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna að langtímasamningi um aukin fjárframlög til Hugarafls Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun, 17. ágúst 2017 12:30 Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi Hugarafls að leggja niður teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Samtökin munu missa húsnæði sitt í sumar. Stjórn Hugarafls fundar í dag um næstu skref í baráttunni fyrir tilvist samtakanna. 22. janúar 2018 05:00 Fulltrúar Hugarafls vonsviknir með Ásmund Einar Samtökin segjast ekki geta beðið mikið lengur 28. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakanna á þessu ári. Þá er óljóst um húsnæðismál en Hugarafl starfar í húsnæði Geðheilsumiðstöðvarinnar sem ákveðið hefur verið að leggja niður. Unghugar er hópur ungs fólks innan Hugarafls og kynnti hópurinn starfsemina í Hinu húsinu í dag ásamt nemendum í viðburða- og verkefnastjórnun í Háskóla íslands. Formaður hópsins hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Ég trúi ekki öðru en að þetta sé skilningsleysi á hversu mikilvæg þessi starfsemi er. Við erum að skila fólki aftur á vinnumarkað, aftur í skóla. Þetta er sá staður á landinu þar sem er verið að koma í veg fyrir varanlega örorku og margt marg fleira. Mér finnst mjög skrýtið að þetta sé að gerast,“ segir Fanney Björk Ingólfsdóttir, formaður Unghuga. Ungur maður sem nýtti sér þjónustu Hugarafls segir stöðuna grafalvarlega. „Mér finnst þetta skelfilegt af mörgum ástæðum en kannski einna helst af því að þetta er að svo miklu leyti einstakt,“ segir Magnús Friðrik Guðrúnarson, einn af Unghugunum. Magnús þakkar starfseminni í Hugarafli að mestu leiti fyrir að hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk draumastarfið í kjölfarið. „Það tók mig níu ár og sex skóla að klára loksins sem ég gerði í fyrra mikið þökk sé Hugaraflim verð ég að segja. Það var staður sem ég gat komið til að læra, staður sem ég gat haft annað að gera en að fara bara heim í tölvuna,“ segir Magnús. Unghugar boða til aðgerða vegna málsins á næstunni en á þriðjudaginn ætlar hópurinn að vera með þögul mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna að langtímasamningi um aukin fjárframlög til Hugarafls Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun, 17. ágúst 2017 12:30 Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi Hugarafls að leggja niður teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Samtökin munu missa húsnæði sitt í sumar. Stjórn Hugarafls fundar í dag um næstu skref í baráttunni fyrir tilvist samtakanna. 22. janúar 2018 05:00 Fulltrúar Hugarafls vonsviknir með Ásmund Einar Samtökin segjast ekki geta beðið mikið lengur 28. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Stefna að langtímasamningi um aukin fjárframlög til Hugarafls Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun, 17. ágúst 2017 12:30
Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi Hugarafls að leggja niður teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Samtökin munu missa húsnæði sitt í sumar. Stjórn Hugarafls fundar í dag um næstu skref í baráttunni fyrir tilvist samtakanna. 22. janúar 2018 05:00
Fulltrúar Hugarafls vonsviknir með Ásmund Einar Samtökin segjast ekki geta beðið mikið lengur 28. febrúar 2018 18:47