Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Leikmönnum liðsins sem unnu hinn frækna sigur og eiginkonum þeirra var boðið til Bessastaða í gær. Fremstur stendur Jón Hjaltalín. Vísir/Eyþór Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira