Innlent

Ófært um Breiðdalsheiði og Öxi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vísir/Björgvin

Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar en greiðfært er með ströndinni frá Fáskrúðsfirði suður um, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Aðrir vegir á landinu eru flestir greiðfærir. Vegir eru auðir á Suðurlandi og víðast er greiðfært á láglendi á Vesturlandi og Vestfjörðum en sums staðar er vetrarfærð á fjallvegum, segir enn fremur á vef Vegagerðarinnar sem uppfærður var klukkan 7:23 í morgun. Þar eru enn fremur allar nýjustu fréttir um færð á vegum birtar og er ferðalöngum um páska ráðlagt að skoða vefinn.

Þá eru Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði opnar en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á köflum á Norður- og Austurlandi, einkum á fjallvegum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.