Innlent

Ófært um Breiðdalsheiði og Öxi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vísir/Björgvin
Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar en greiðfært er með ströndinni frá Fáskrúðsfirði suður um, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Aðrir vegir á landinu eru flestir greiðfærir. Vegir eru auðir á Suðurlandi og víðast er greiðfært á láglendi á Vesturlandi og Vestfjörðum en sums staðar er vetrarfærð á fjallvegum, segir enn fremur á vef Vegagerðarinnar sem uppfærður var klukkan 7:23 í morgun. Þar eru enn fremur allar nýjustu fréttir um færð á vegum birtar og er ferðalöngum um páska ráðlagt að skoða vefinn.

Þá eru Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði opnar en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á köflum á Norður- og Austurlandi, einkum á fjallvegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×