Gagnrýna aðferðir við aldursgreiningar og vistun barna með fullorðnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. mars 2018 20:00 Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira