Gagnrýna aðferðir við aldursgreiningar og vistun barna með fullorðnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. mars 2018 20:00 Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira