Gagnrýna aðferðir við aldursgreiningar og vistun barna með fullorðnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. mars 2018 20:00 Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira