Innlent

Flúðu íshelli vegna súrefnisleysis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi.
Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi. Vísir/Vilhelm
Í dag barst Veðurstofu Íslands tilkynning um óvenjulega lykt við íshelli sem nefnist Kristallinn í Breiðamerkurjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Ferðaþjónustuaðilar sem könnuðu aðstæður við íshellinn sögðu að gasmælar greindu súrefnisleysi inni í hellinum. Lyktin hafi verið sterkari seinni part dags.

Lögreglunni hefur verið gert viðvart. Stefnt er að því að Veðurstofa Íslands auk Lögreglunnar á Suðurlandi kanni aðstæður betur á morgun. Sem stendur er ekki vitað hvaða lofttegund það er sem veldur mengun á svæðinu.

Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi að sögn Einars G. Einarssonar, forstjóra Íslenskra íshellaleiðsögumanna. Leiðsögumennirnir yfirgáfu hellinn strax og þetta kom í ljós.



Uppfært kl. 20:28

Veðurstofa Íslands sendi aðra tilkynningu þar sem varað er við ferðum um íshellinn þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×