Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju. Ólíklegt er að hann snúi aftur til starfa í bráð. Vísir/EYÞór Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00