Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 15:36 Hugleikur Dagsson greindi frá því í síðustu viku að honum hefði verið bannað að selja "HÚ!" bolina sína því annar væri með einkarétt á vörumerkinu tengdu fatnaði og drykkjarföngum. Vísir Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli. Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli.
Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent