Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 12:50 Hugleikur Dagsson má ekki selja boli með víkingaklapps-„HÚ-inu“ því það er skráð vörumerki. Hugleikur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að árið 2016 teiknaði hann manneskju í íslensku landsliðstreyjunni að framkvæma Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ“ í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. Hugleikur segir það hafa komið þeim á óvart að einhver gæti eignað sér þetta hljóð og hvernig það er stafsett. Þá stæði heldur ekki „HÚH!“ á bolunum heldur „HÚ!“ sem Hugleiki finnst vera eðlilegri ritháttur á þessu orði eða hljóði. Þau settu sig í samband við Einkaleyfastofu sem tjáði þeim að „HÚH!“ og „HÚ!“ væri sama orðið. Hugleikur segir að aðstandendur vefverslunarinnar Dagsson.com megi því ekki prenta þessa mynd á boli. Hugleikur segir því mikið framboð af þessum bolum sem þau þurfa að losna við og ætla að gefa helming ágóðans til Krabbameinsfélags Íslands.Á vef Einkaleyfastofu kemur fram að sá sem á Húh! heitir Gunnar Þór Andrésson sem sótti um að fá Húh! skráð sem vörumerki 7. júlí árið 2016 og fékk það samþykkt 30. september sama ár. Samkvæmt skráningunni gildir leyfið til 30. september árið 2026. Er Gunnar með Húh! skráð í vöru- og þjónustuflokkum sem bera númerin 25, 32 og 33. Það þýðir að hann hefur leyfi til að prenta Húh! á fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, bjór, ölkelduvatn, gosdrykki og aðra óáfenga drykki; ávaxtadrykki og ávaxtasafa; þykkni og önnur efni til drykkjargerðar, einnig á áfenga drykki (nema bjór). Uppfært klukkan 14:00: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Húh! væri varið einkaleyfi. Það er rangt. Hið rétta er að Gunnar Þór fékk það skráð sem vörumerki og getur notað það á þeim vöruflokkum sem taldir eru upp í fréttinni. Uppfært klukkan 14:30: Eftirfarandi svar barst frá Einkaleyfastofu vegna fyrirspurnar Vísis um málið. Þar segir:Aðilinn á skráð orðið „Húh!“ og á því einkarétt á að nota það sem vörumerki fyrir þær vörur og þjónustur sem eru tilgreindar í skráningunni.Tilgangur vörumerkja er fyrst og fremst að aðgreina vörur á markaði þannig að neytendur geti greint vörur eins aðila frá vörum annars.Það er ekki bannað að segja „Húh!“. Það má enn nota víkingaklappið í Laugardalnum. Vörumerkið hindrar aðeins aðra aðila að nota það í viðskiptalegum tilgangi fyrir þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir.Það er hins vegar ávallt hægt að fara fram á niðurfellingu vörumerkis. Til dæmis ef aðili telur sig eiga betri rétt til þess vegna fyrri notkunar. Þá er einnig hægt að fara fram á niðurfellingu skráningarinnar ef aðili telur að það sé of almennt og allir eigi þar af leiðandi að geta notað það. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Hugleikur Dagsson má ekki selja boli með víkingaklapps-„HÚ-inu“ því það er skráð vörumerki. Hugleikur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að árið 2016 teiknaði hann manneskju í íslensku landsliðstreyjunni að framkvæma Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ“ í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. Hugleikur segir það hafa komið þeim á óvart að einhver gæti eignað sér þetta hljóð og hvernig það er stafsett. Þá stæði heldur ekki „HÚH!“ á bolunum heldur „HÚ!“ sem Hugleiki finnst vera eðlilegri ritháttur á þessu orði eða hljóði. Þau settu sig í samband við Einkaleyfastofu sem tjáði þeim að „HÚH!“ og „HÚ!“ væri sama orðið. Hugleikur segir að aðstandendur vefverslunarinnar Dagsson.com megi því ekki prenta þessa mynd á boli. Hugleikur segir því mikið framboð af þessum bolum sem þau þurfa að losna við og ætla að gefa helming ágóðans til Krabbameinsfélags Íslands.Á vef Einkaleyfastofu kemur fram að sá sem á Húh! heitir Gunnar Þór Andrésson sem sótti um að fá Húh! skráð sem vörumerki 7. júlí árið 2016 og fékk það samþykkt 30. september sama ár. Samkvæmt skráningunni gildir leyfið til 30. september árið 2026. Er Gunnar með Húh! skráð í vöru- og þjónustuflokkum sem bera númerin 25, 32 og 33. Það þýðir að hann hefur leyfi til að prenta Húh! á fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, bjór, ölkelduvatn, gosdrykki og aðra óáfenga drykki; ávaxtadrykki og ávaxtasafa; þykkni og önnur efni til drykkjargerðar, einnig á áfenga drykki (nema bjór). Uppfært klukkan 14:00: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Húh! væri varið einkaleyfi. Það er rangt. Hið rétta er að Gunnar Þór fékk það skráð sem vörumerki og getur notað það á þeim vöruflokkum sem taldir eru upp í fréttinni. Uppfært klukkan 14:30: Eftirfarandi svar barst frá Einkaleyfastofu vegna fyrirspurnar Vísis um málið. Þar segir:Aðilinn á skráð orðið „Húh!“ og á því einkarétt á að nota það sem vörumerki fyrir þær vörur og þjónustur sem eru tilgreindar í skráningunni.Tilgangur vörumerkja er fyrst og fremst að aðgreina vörur á markaði þannig að neytendur geti greint vörur eins aðila frá vörum annars.Það er ekki bannað að segja „Húh!“. Það má enn nota víkingaklappið í Laugardalnum. Vörumerkið hindrar aðeins aðra aðila að nota það í viðskiptalegum tilgangi fyrir þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir.Það er hins vegar ávallt hægt að fara fram á niðurfellingu vörumerkis. Til dæmis ef aðili telur sig eiga betri rétt til þess vegna fyrri notkunar. Þá er einnig hægt að fara fram á niðurfellingu skráningarinnar ef aðili telur að það sé of almennt og allir eigi þar af leiðandi að geta notað það.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira