Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins VÍSIR/STEFÁN „Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira