Innlent

Tveir flokkar leggja línurnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán
Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina.

Í Gullhömrum í Reykjavík fer fram 35. flokksþing Framsóknarmanna. Á fundinum er áhersla lögð á sveitarstjórnarmál en líka þá málaflokka sem ráðherrar flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, fara með.

Þá heldur Viðreisn landsþing sitt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Í setningarræðu sinni í gær þakkaði núverandi formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forvera sínum og fyrsta formanni flokksins, Benedikt Jóhannessyni, fyrir störf hans í þágu flokksins. Bæði flokksþing og landsþing hafa æðsta vald í málum hvors flokks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×