Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Vísir/Vilhelm „Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
„Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira