Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 06:00 Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, hefur verið hvött til að gefa kost á sér í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum. Hún stefnir annað. Björt segir síðastliðið ár hafa verið erfitt fyrir flokkinn. Vísir/Ernir Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira