Ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands vegna Hauks Hilmarssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 13. mars 2018 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við tyrkneskan starfsbróður sinn til að fá upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem féll í Sýrlandi í síðasta mánuði. Guðlaugur fundaði í dag með aðstandendum Hauks. Talið er að Haukur hafi látið lífið þegar tyrkneski herinn gerði sprenguárás á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í síðasta mánuði. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmar upplýsingar um málið og hvar lík hans er að finna. Aðstandendur Hauks hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti sér af meiri krafti í málinu og funduðu þeir með utanríkisráðherra í dag. „Okkur fannst ekki mikið vera að gerast í þessum málum. Við fengum upplýsingar fljótlega eftir að þetta gerist að það væri verið að vinna í málinu en svo var ekkert að gerast. Þannig að við vorum svolítið gagnrýnin á þetta og óskuðum eftir fundi með ráðherra,“ segir Borghildur Hauksdóttir frænka Hauks. Guðlaugur segir að málið hafi verið forgangi hjá ráðuneytinu frá fyrsta degi og hann vonast til þess að hægt verði að fá niðurstöðu í það fljótlega. Hann talaði við tyrkneska utanríkisráðherrann í dag vegna málsins. „Hann tók vel í málaleitan mína og við skulum vona að það skili sér,“ segir Guðlaugur. „Við munum halda áfram þessari málaleitan og reyna draga á alla þá tengiliði sem við höfum og sem við höfum gert. Flest sendiráðin hafa verið nýtt í þessu sem og fastanefndirnar. Við höfum verið í samskiptum við nágrannalöndin og vonandi mun þetta skila þeim árangri sem við vonumst eftir,“ segir Guðlaugur. Borghildur segist vera sátt við svör ráðherra. „Það virðist vera komin einhver smá skriður á málið þannig að við erum að vonast til þess að það verði unnið núna af öllum mætti í þessu máli,“ segir Borghildur. Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við tyrkneskan starfsbróður sinn til að fá upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem féll í Sýrlandi í síðasta mánuði. Guðlaugur fundaði í dag með aðstandendum Hauks. Talið er að Haukur hafi látið lífið þegar tyrkneski herinn gerði sprenguárás á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í síðasta mánuði. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmar upplýsingar um málið og hvar lík hans er að finna. Aðstandendur Hauks hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti sér af meiri krafti í málinu og funduðu þeir með utanríkisráðherra í dag. „Okkur fannst ekki mikið vera að gerast í þessum málum. Við fengum upplýsingar fljótlega eftir að þetta gerist að það væri verið að vinna í málinu en svo var ekkert að gerast. Þannig að við vorum svolítið gagnrýnin á þetta og óskuðum eftir fundi með ráðherra,“ segir Borghildur Hauksdóttir frænka Hauks. Guðlaugur segir að málið hafi verið forgangi hjá ráðuneytinu frá fyrsta degi og hann vonast til þess að hægt verði að fá niðurstöðu í það fljótlega. Hann talaði við tyrkneska utanríkisráðherrann í dag vegna málsins. „Hann tók vel í málaleitan mína og við skulum vona að það skili sér,“ segir Guðlaugur. „Við munum halda áfram þessari málaleitan og reyna draga á alla þá tengiliði sem við höfum og sem við höfum gert. Flest sendiráðin hafa verið nýtt í þessu sem og fastanefndirnar. Við höfum verið í samskiptum við nágrannalöndin og vonandi mun þetta skila þeim árangri sem við vonumst eftir,“ segir Guðlaugur. Borghildur segist vera sátt við svör ráðherra. „Það virðist vera komin einhver smá skriður á málið þannig að við erum að vonast til þess að það verði unnið núna af öllum mætti í þessu máli,“ segir Borghildur.
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent