Tryggja hagstæð langtímalán til bænda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2018 08:45 Stefnt er að því að lána bændum fyrir nýjum fjósum. Vísir/GVA Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira