Tryggja hagstæð langtímalán til bænda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2018 08:45 Stefnt er að því að lána bændum fyrir nýjum fjósum. Vísir/GVA Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira