Innlent

Vissi ekki að hann væri með 52 milljón króna vinning í vasanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í Póló, Bústaðavegi í Reykjavík.
Vinningsmiðinn var keyptur í Póló, Bústaðavegi í Reykjavík. Vísir/Stefán
Eigandi 52 milljón króna vinningsmiða í Lottóinu hefur gefið sig fram eftir þó nokkra leit. Stóri vinningurinn kom á miðann 17. febrúar síðastliðinn og hefur vinningshafans verið leitað síðan.

Miðinn var keyptur í Póló á Bústaðavegi í Reykjavík um miðjan febrúar en í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn, sem búsettur er í Reykjavík, hafi ekki vitað að hann lægi á milljónavinningsmiða.

„Það var ekki fyrr en hann kom við á Olís við Ánanaust að honum varð ljóst að hann hefði unnið stórar fúlgur fjár. Þar lét hann fara yfir nokkra miða og þegar kom að þessum eina sanna kom vinningshljóðið kassann og honum var tilkynnt um milljónirnar fimmtíuogtvær,“ að því er segir í tilkynningunni.

Aðspurður í hvað peningarnir myndu fara sagði vinningshafinn að ef til vill myndi hann kaupa sér íbúð en að einnig þyrfti að „leyfa sér eitthvað skemmtilegt líka.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×