Bryan Cranston segist staddur á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 22:18 Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. Þá sagði hann aðdáendum sínum frá skoplegu tannburstunar-óhappi en Nútíminn greindi fyrst frá komu leikarans. „Ég er með litla ferðatannburstann minn, vegna þess að ég er á Íslandi, og svo dró ég fram tannkremið mitt og setti á tannburstann og byrjaði að bursta,“ segir Cranston í myndbandinu sem hann tekur upp á símann sinn inni á ótilgreindu baðherbergi. Cranston lýsir því svo hvernig bragðið af tannkreminu hafi komið sér óþægilega á óvart. „Þetta er líklega versta tannkrem sem ég hef smakkað,“ segist Cranston hafa hugsað með sér. Að lokum sýnir Cranston fylgjendum sínum túpuna, sem reyndist hafa verið fótasmyrsl. Skýringin á slæma bragðinu sé því fundin. Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Þar fór hann með hlutverk kennarans og eiturlyfjabarónsins Walters White. Þá lék hann einnig föður söguhetju þáttanna Malcolm in the Middle sem sýndir voru á SkjáEinum. Ekki er ljóst hvers vegna Cranston hefur ákveðið að sækja Ísland heim né hversu lengi hann mun dvelja hér á landi. At least I won't get athlete's mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT Íslandsvinir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. Þá sagði hann aðdáendum sínum frá skoplegu tannburstunar-óhappi en Nútíminn greindi fyrst frá komu leikarans. „Ég er með litla ferðatannburstann minn, vegna þess að ég er á Íslandi, og svo dró ég fram tannkremið mitt og setti á tannburstann og byrjaði að bursta,“ segir Cranston í myndbandinu sem hann tekur upp á símann sinn inni á ótilgreindu baðherbergi. Cranston lýsir því svo hvernig bragðið af tannkreminu hafi komið sér óþægilega á óvart. „Þetta er líklega versta tannkrem sem ég hef smakkað,“ segist Cranston hafa hugsað með sér. Að lokum sýnir Cranston fylgjendum sínum túpuna, sem reyndist hafa verið fótasmyrsl. Skýringin á slæma bragðinu sé því fundin. Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Þar fór hann með hlutverk kennarans og eiturlyfjabarónsins Walters White. Þá lék hann einnig föður söguhetju þáttanna Malcolm in the Middle sem sýndir voru á SkjáEinum. Ekki er ljóst hvers vegna Cranston hefur ákveðið að sækja Ísland heim né hversu lengi hann mun dvelja hér á landi. At least I won't get athlete's mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT
Íslandsvinir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira