Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2018 21:00 Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira