Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2018 21:00 Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira