Innlent

Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ragnhildur vill að tekið verði fastar á byrlun nauðgunar lyfja.
Ragnhildur vill að tekið verði fastar á byrlun nauðgunar lyfja. Vísir/Ragnhildur Alda
Tillaga um byrlun nauðgunarlyfja var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt í dag og fer inn í stefnu flokksins.

„Tillagan gengur út á það að lögregla og heilbrigðisyfirvöld þurfi að taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja og framfylgja rétti fórnarlamba meðal annars með sýnis- og skýrslutöku. Þetta á ekki að fá að halda áfram sem refsilaus glæpur þar sem fórnarlambið er það eina sem situr uppi með afleiðingar. Byrlun er tilraun til nauðgunar og eitrunar og yfirvöldum ber að framfylgja rétti brotaþola,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 11.sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnarkosninga.

Ragnhildur mælti fyrir tillögunni sem var samþykkt á landsfundi flokksins í dag og fer því inn í stefnu flokksins. 

Yngsta forysta flokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram yfir helgina og frambjóðendur til forystu flokksins héldu ræður sínar í dag. Nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn muni hafa sína yngstu forystu eftir að kosningum á landsfundi lýkur á morgun. Meðalaldur frambjóðendanna þriggja til embættanna sem kosið er í er eingöngu tæplega 36 ár.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir býður sig fram til ritara, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir til varaformanns og Bjarni Benediktsson til formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×