Gáleysi skipstjóra sigldi Skrúði í strand Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 08:24 Skrúður sigldi með farþega út í Viðey. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira