Hestamenn furða sig á dularfullu hvarfi þrjú þúsund lítra bjórdósar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 12:37 Böðvar segir tankinn um 6 metra háan og rúma 3000 lítra. Mynd/Garðar Gíslason Þrjú þúsund lítra vatnstankur Hestamannafélagsins Spretts, sem málaður er eins og bjórdós frá Bola, hefur ekki sést í nokkra daga. Félagar Spretts furða sig á hvarfinu sem þeir segja hið dularfyllsta mál. „Þetta er vatnstankur sem við notum til að bleyta reiðvellina þegar það er þurrt,“ segir Böðvar Guðmundsson hjá Spretti í samtali við Vísi, eða svokölluð „pissutunna“ eins og hún er kölluð innan félagsins. „Tunnan hefur staðið hérna hjá okkur uppi í Hestamannafélaginu Spretti og hún er bara horfin.“ Böðvar segist gera ráð fyrir að nú sé um vika síðan tankurinn, sem er um 3000 lítrar og 6 metra hár, hvarf en ekki liggur fyrir hvort um þjófnað sé að ræða. „Við vorum að velta því fyrir okkur hvort einhver hafi fengið hana lánaða en það er enginn sem veit neitt. Við erum búnir að hringja út um allt. Svona tunna hverfur ekkert fyrirvaralaust,“ segir Böðvar. „Það sem ýtir undir grunsemdir okkar er að löppin sem er undir tunnunni, hún er á sínum stað, þannig að þú tekur þetta ekkert af tunnunni nema með einhverjum græjum,“ en tankurinn stóð fyrir utan Samskipahöllina í Kórahverfinu í Kópavogi þangað til hann gufaði upp fyrir nokkrum dögum síðan. „Þetta er hið dularfyllsta mál,“ segir Böðvar og biðlar til íbúa höfuðborgarsvæðisins að hafa augun opin næstu daga. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Þrjú þúsund lítra vatnstankur Hestamannafélagsins Spretts, sem málaður er eins og bjórdós frá Bola, hefur ekki sést í nokkra daga. Félagar Spretts furða sig á hvarfinu sem þeir segja hið dularfyllsta mál. „Þetta er vatnstankur sem við notum til að bleyta reiðvellina þegar það er þurrt,“ segir Böðvar Guðmundsson hjá Spretti í samtali við Vísi, eða svokölluð „pissutunna“ eins og hún er kölluð innan félagsins. „Tunnan hefur staðið hérna hjá okkur uppi í Hestamannafélaginu Spretti og hún er bara horfin.“ Böðvar segist gera ráð fyrir að nú sé um vika síðan tankurinn, sem er um 3000 lítrar og 6 metra hár, hvarf en ekki liggur fyrir hvort um þjófnað sé að ræða. „Við vorum að velta því fyrir okkur hvort einhver hafi fengið hana lánaða en það er enginn sem veit neitt. Við erum búnir að hringja út um allt. Svona tunna hverfur ekkert fyrirvaralaust,“ segir Böðvar. „Það sem ýtir undir grunsemdir okkar er að löppin sem er undir tunnunni, hún er á sínum stað, þannig að þú tekur þetta ekkert af tunnunni nema með einhverjum græjum,“ en tankurinn stóð fyrir utan Samskipahöllina í Kórahverfinu í Kópavogi þangað til hann gufaði upp fyrir nokkrum dögum síðan. „Þetta er hið dularfyllsta mál,“ segir Böðvar og biðlar til íbúa höfuðborgarsvæðisins að hafa augun opin næstu daga.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira