Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu vantraust á dómsmálaráðherra á dögunum. Samskiptin eru erfið innan VG. Vísir/ANton Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð." Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð."
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15
Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36