Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:15 Frances McDormand á Óskarnum í gær en styttan góða er við hlið hennar. vísir/getty Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15