Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:15 Frances McDormand á Óskarnum í gær en styttan góða er við hlið hennar. vísir/getty Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15