Sex milljónir í bætur vegna myglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 11:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður. Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður.
Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira