„Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2018 11:28 Katrín Björk Guðjónsdóttir ritar sögu sína í dag í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar, sem er 6. mars ár hvert. Katrín Björk Guðjónsdóttir Það er talmeinafræðingum að þakka að Flateyringurinn Katrín Björk Guðjónsdóttir getur tjáð eftirvæntingu, gleði, sorg og reiði. Með hjálp talmeinafræðinga segist Katrín hafa fengið stjórn á sjálfri sér eftir að hafa misst allan vöðvamátt vegna heilablóðfalla. Katrín ritar sögu sína í dag í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar, sem er 6. mars ár hvert. „Ég er 24 ára gömul stelpa sem missti allan vöðvakraft vegna heilaáfalla og er því ótalandi, en á sama tíma er hugsun mín heil og ég er svo heppin að vegna kynna minna við talmeinafræðinga þá verður hversdagslegt líf mitt eins venjulegt og skemmtilegt og það getur orðið,“ segir Katrín í grein sem hún birtir á bloggsíðu sinni.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirMan eftir öllu Hún var 22 ára gömul þegar hún vaknaði rúmlega sólarhring of seint eftir heilablæðingu og heilaskurðaðgerð sem varð að framkvæma til að hún ætti einhvern möguleika á að lifa. „Ég var 22 ára þegar einu vöðvarnir sem hreyfðust voru hægra augnlokið og hinn sterki og stabíli hjartavöðvi. En ég man allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað hefði átt sér stað, og ég man eftir öllum læknunum og hjúkrunarfræðingunum, hjúkrunarfræðinemunum og sjúkraliðunum, öllum sem björguðu lífi mínu nánast á hverjum degi og stundum oft á dag fyrstu þrjá mánuðina. Svo lá ég á sjúkrahúsi næstu ellefu mánuðina,“ segir Katrín.Gleðidagur þegar talmeinafræðingur færði henni röddina á ný Hún segist muna ótrúlega vel eftir þeim mikla gleðidegi þegar talmeinafræðingur mætti til hennar og færði henni röddina aftur þó hún hefði engan hljóm og hún hefði ekki mátt til að mynda öll orðin sem höfðu búið innra með henni síðustu sex vikurnar. Talmeinafræðingurinn hélt uppi spjaldi með stöfum á og spurði Katrínu á hvaða staf nafn hennar hefst. Katrín leit tvisvar á rauða hópinn sem þýddi K. Svo spurði talmeinafræðingurinn hver stæði við hlið hennar. Katrín leit þá fyrst á brúna hópinn og svo á rauða hópinn. Þannig náði hún að stafa nafn Ásgeirs unnusta hennar. „Ásgeir stóð við hliðina á henni brosandi því alstærsta brosi sem ég hef séð nokkurn mann skarta! Síðan leyfði hún Ásgeiri að halda á spjaldinu og hún spurði mig ,,Til hvaða lands fórstu seinast í frí?” Talmeinafræðingurinn kenndi Ásgeiri að lesa af spjaldinu þegar ég stafaði með augunum GRIKKLAND. Það var svo gaman að koma mömmu minni, tengdamömmu og Ásgeiri á óvart þegar Ásgeir var að kenna þeim á spjaldið og ég stafaði ,,ÉG ER MEÐ HEILA HUGSUN OG ÉG HLAKKA SVO TIL ÞEGAR ÁSTHILDUR OG SÓLVEIG VERÐA KOMNAR”. Frá og með þessum orðum vissu þau að ég hafði alltaf verið með þeim og ég skildi allt,“ segir Katrín.Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirMikil frelsisgjöf Hún segist gleyma þessum degi seint. Þarna gat hún aðeins hreyft augun og látið fólk skilja já og nei með því að blikka einu sinni fyrir já og tvisvar fyrir nei. Seinna gat hún líka hrist höfuðið ef hún vildi segja nei og kinkað kolli fyrir já. Lungun hennar voru einnig að fá mátt og gat hún andað með aðstoð súrefnisgjafar. „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var. Ég gat stafað með augunum fyrir hvern þann sem hafði áhuga á því að lesa af spjaldinu. Ásgeir og mamma áttu samt auðveldast með að lesa af spjaldinu, þau lesa hug minn líkt og hann sé þeim opin bók,“ segir Katrín.Gat loksins aftur tjáð tilfinningar sínar Hún segir þetta spjald hafa verið mikla gjöf. „Þó að þetta séu bara hljómlausir stafir þá urðu þeir röddin mín og hún tjáir alveg jafnt eftirvæntingu, gleði, sorg og reiði rétt eins og hljómmikla röddin mín gerði fyrir þremur árum. Með tilkomu þessa spjalds fékk ég loksins aftur hina langþráðu stjórn yfir sjálfri mér. Ég fékk stjórnina yfir lyfjunum mínum, ég gat tjáð ást mína eða hatur, gat aftur stjórnað fatavali mínu, ég gat loksins aftur tjáð tilfinningar mínar, tekið þátt í umræðum og staðið fast á mínum skoðunum. Með augunum stafaði ég ljóð sem ég hafði samið þessar erfiðu vikur sem ég lá á gjörgæslunni, einnig stafaði ég með augunum kveðju sem systir mín las á styrktartónleikunum sem voru haldnir fyrir mig,“ segir Katrín.Katrín stafaði með augunum í marga mánuði en fékk síðar mátt í vinstri höndina.Katrín Björk GuðjónsdóttirFékk mátt í vinstri höndina Hún stafaði með augunum í marga mánuði en fékk síðar mátt í vinstri höndina. Nú í dag, tveimur árum síðar, stafar hún með því að benda á stafinn. Ferlið er því mun einfaldara fyrir hana í dag en hún segist þó hitta fólk sem ekki kann að eiga samskipti við hana og forðar sér fljótt og leyfir henni ekki að tala. „Ég hef farið til margra lækna sem hvorki líta á mig né tala við mig, þeir bara tala við aðilann sem kom með, svo ég ætti auðveldara með að stafa. En núna þá reyni ég alltaf að byrja á því að stafa „Hæ, ég heiti Katrín Björk, mér þykir mjög gaman að kynnast þér og þótt ég tjái mig á þennan hátt þá þætti mér afar vænt um ef þú gætir talað við mig.”Stórkostlegt að finna vöðvana vakna Hún fer tvisvar í viku í talþjálfun hjá Tröppu, þar sem hún er í fjarþjálfun, og í gegnum tölvuna á hún ómetanleg samskipti við talmeinafræðinginn sinn. „Það er svo stórkostlegt að finna vöðvana vakna og fylgjast með þeim styrkjast. Mér finnst ég vera svo heppin að fá að njóta fjarþjálfunar hjá Kara connect sem gerir það mögulegt fyrir mig að ég geti búið með fjölskyldu minni hérna fyrir vestan og ég fái vikuleg samskipti við talmeinafræðing. Í framtíðinni þá sé ég fyrir mér að þetta spjald verði bara upp á vegg í ramma og ég labbandi og talandi svo allir geta skilið mig og allt hafi það verið þessum dásamlegu þjálfurum að þakka!“ Tengdar fréttir Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Það er talmeinafræðingum að þakka að Flateyringurinn Katrín Björk Guðjónsdóttir getur tjáð eftirvæntingu, gleði, sorg og reiði. Með hjálp talmeinafræðinga segist Katrín hafa fengið stjórn á sjálfri sér eftir að hafa misst allan vöðvamátt vegna heilablóðfalla. Katrín ritar sögu sína í dag í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar, sem er 6. mars ár hvert. „Ég er 24 ára gömul stelpa sem missti allan vöðvakraft vegna heilaáfalla og er því ótalandi, en á sama tíma er hugsun mín heil og ég er svo heppin að vegna kynna minna við talmeinafræðinga þá verður hversdagslegt líf mitt eins venjulegt og skemmtilegt og það getur orðið,“ segir Katrín í grein sem hún birtir á bloggsíðu sinni.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirMan eftir öllu Hún var 22 ára gömul þegar hún vaknaði rúmlega sólarhring of seint eftir heilablæðingu og heilaskurðaðgerð sem varð að framkvæma til að hún ætti einhvern möguleika á að lifa. „Ég var 22 ára þegar einu vöðvarnir sem hreyfðust voru hægra augnlokið og hinn sterki og stabíli hjartavöðvi. En ég man allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað hefði átt sér stað, og ég man eftir öllum læknunum og hjúkrunarfræðingunum, hjúkrunarfræðinemunum og sjúkraliðunum, öllum sem björguðu lífi mínu nánast á hverjum degi og stundum oft á dag fyrstu þrjá mánuðina. Svo lá ég á sjúkrahúsi næstu ellefu mánuðina,“ segir Katrín.Gleðidagur þegar talmeinafræðingur færði henni röddina á ný Hún segist muna ótrúlega vel eftir þeim mikla gleðidegi þegar talmeinafræðingur mætti til hennar og færði henni röddina aftur þó hún hefði engan hljóm og hún hefði ekki mátt til að mynda öll orðin sem höfðu búið innra með henni síðustu sex vikurnar. Talmeinafræðingurinn hélt uppi spjaldi með stöfum á og spurði Katrínu á hvaða staf nafn hennar hefst. Katrín leit tvisvar á rauða hópinn sem þýddi K. Svo spurði talmeinafræðingurinn hver stæði við hlið hennar. Katrín leit þá fyrst á brúna hópinn og svo á rauða hópinn. Þannig náði hún að stafa nafn Ásgeirs unnusta hennar. „Ásgeir stóð við hliðina á henni brosandi því alstærsta brosi sem ég hef séð nokkurn mann skarta! Síðan leyfði hún Ásgeiri að halda á spjaldinu og hún spurði mig ,,Til hvaða lands fórstu seinast í frí?” Talmeinafræðingurinn kenndi Ásgeiri að lesa af spjaldinu þegar ég stafaði með augunum GRIKKLAND. Það var svo gaman að koma mömmu minni, tengdamömmu og Ásgeiri á óvart þegar Ásgeir var að kenna þeim á spjaldið og ég stafaði ,,ÉG ER MEÐ HEILA HUGSUN OG ÉG HLAKKA SVO TIL ÞEGAR ÁSTHILDUR OG SÓLVEIG VERÐA KOMNAR”. Frá og með þessum orðum vissu þau að ég hafði alltaf verið með þeim og ég skildi allt,“ segir Katrín.Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirMikil frelsisgjöf Hún segist gleyma þessum degi seint. Þarna gat hún aðeins hreyft augun og látið fólk skilja já og nei með því að blikka einu sinni fyrir já og tvisvar fyrir nei. Seinna gat hún líka hrist höfuðið ef hún vildi segja nei og kinkað kolli fyrir já. Lungun hennar voru einnig að fá mátt og gat hún andað með aðstoð súrefnisgjafar. „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var. Ég gat stafað með augunum fyrir hvern þann sem hafði áhuga á því að lesa af spjaldinu. Ásgeir og mamma áttu samt auðveldast með að lesa af spjaldinu, þau lesa hug minn líkt og hann sé þeim opin bók,“ segir Katrín.Gat loksins aftur tjáð tilfinningar sínar Hún segir þetta spjald hafa verið mikla gjöf. „Þó að þetta séu bara hljómlausir stafir þá urðu þeir röddin mín og hún tjáir alveg jafnt eftirvæntingu, gleði, sorg og reiði rétt eins og hljómmikla röddin mín gerði fyrir þremur árum. Með tilkomu þessa spjalds fékk ég loksins aftur hina langþráðu stjórn yfir sjálfri mér. Ég fékk stjórnina yfir lyfjunum mínum, ég gat tjáð ást mína eða hatur, gat aftur stjórnað fatavali mínu, ég gat loksins aftur tjáð tilfinningar mínar, tekið þátt í umræðum og staðið fast á mínum skoðunum. Með augunum stafaði ég ljóð sem ég hafði samið þessar erfiðu vikur sem ég lá á gjörgæslunni, einnig stafaði ég með augunum kveðju sem systir mín las á styrktartónleikunum sem voru haldnir fyrir mig,“ segir Katrín.Katrín stafaði með augunum í marga mánuði en fékk síðar mátt í vinstri höndina.Katrín Björk GuðjónsdóttirFékk mátt í vinstri höndina Hún stafaði með augunum í marga mánuði en fékk síðar mátt í vinstri höndina. Nú í dag, tveimur árum síðar, stafar hún með því að benda á stafinn. Ferlið er því mun einfaldara fyrir hana í dag en hún segist þó hitta fólk sem ekki kann að eiga samskipti við hana og forðar sér fljótt og leyfir henni ekki að tala. „Ég hef farið til margra lækna sem hvorki líta á mig né tala við mig, þeir bara tala við aðilann sem kom með, svo ég ætti auðveldara með að stafa. En núna þá reyni ég alltaf að byrja á því að stafa „Hæ, ég heiti Katrín Björk, mér þykir mjög gaman að kynnast þér og þótt ég tjái mig á þennan hátt þá þætti mér afar vænt um ef þú gætir talað við mig.”Stórkostlegt að finna vöðvana vakna Hún fer tvisvar í viku í talþjálfun hjá Tröppu, þar sem hún er í fjarþjálfun, og í gegnum tölvuna á hún ómetanleg samskipti við talmeinafræðinginn sinn. „Það er svo stórkostlegt að finna vöðvana vakna og fylgjast með þeim styrkjast. Mér finnst ég vera svo heppin að fá að njóta fjarþjálfunar hjá Kara connect sem gerir það mögulegt fyrir mig að ég geti búið með fjölskyldu minni hérna fyrir vestan og ég fái vikuleg samskipti við talmeinafræðing. Í framtíðinni þá sé ég fyrir mér að þetta spjald verði bara upp á vegg í ramma og ég labbandi og talandi svo allir geta skilið mig og allt hafi það verið þessum dásamlegu þjálfurum að þakka!“
Tengdar fréttir Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39