Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 14:21 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með í skoðun hvort atburðarásin sem átti sér stað í vesturbæ Reykjavíkur í morgun tengist mögulega einhverskonar uppgjöri í undirheimunum. Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum og handtekið sjö. Á ellefta tímanum í morgun var lögreglan með mikinn viðbúnað fyrir utan hús á Ægisíðu í Reykjavík. Sérsveitin var kölluð á vettvang og tók yfir húsnæði N1 á Ægisíðu undir aðgerðastöð. Var starfsfólki N1 beðið um að halda kyrru fyrir á meðan aðgerðum lögreglu stóð yfir. Nokkru síðar var maður leiddur í járnum út úr húsi á Ægisíðu og barst í framhaldinu tilkynning frá lögreglunni um að fjórir væru í haldi vegna málsins. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Blaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu. Um hádegisbil í dag handtók lögreglan síðan þrjá í tengslum við lögregluaðgerðina á Ægisíðu. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti það við Vísi og sagði að tekin yrði ákvörðun um framhaldið að yfirheyrslum loknum, það er hvort mönnunum yrði haldið lengur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi lögreglan væri að skoða hvort málið tengdist einhverskonar uppgjöri í undirheimunum. Leikur grunur á fíkniefnamisferli og sagði Guðmundur að lögreglan hefði lagt hald á fíkniefni í tengslum við rannsókn málsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með í skoðun hvort atburðarásin sem átti sér stað í vesturbæ Reykjavíkur í morgun tengist mögulega einhverskonar uppgjöri í undirheimunum. Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum og handtekið sjö. Á ellefta tímanum í morgun var lögreglan með mikinn viðbúnað fyrir utan hús á Ægisíðu í Reykjavík. Sérsveitin var kölluð á vettvang og tók yfir húsnæði N1 á Ægisíðu undir aðgerðastöð. Var starfsfólki N1 beðið um að halda kyrru fyrir á meðan aðgerðum lögreglu stóð yfir. Nokkru síðar var maður leiddur í járnum út úr húsi á Ægisíðu og barst í framhaldinu tilkynning frá lögreglunni um að fjórir væru í haldi vegna málsins. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Blaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu. Um hádegisbil í dag handtók lögreglan síðan þrjá í tengslum við lögregluaðgerðina á Ægisíðu. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti það við Vísi og sagði að tekin yrði ákvörðun um framhaldið að yfirheyrslum loknum, það er hvort mönnunum yrði haldið lengur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi lögreglan væri að skoða hvort málið tengdist einhverskonar uppgjöri í undirheimunum. Leikur grunur á fíkniefnamisferli og sagði Guðmundur að lögreglan hefði lagt hald á fíkniefni í tengslum við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29 Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04